┌ttektarreglur fyrir snjˇflˇ­aleit

Inngangur

Þessar reglur skilgreina þær kröfur sem Björgunarhundasveit Íslands gerir til hunda og björgunarmanna sem teymi á útkallslista í víðavangsleit að týndu fólki.

1. Almennar kröfur

Hundur skal hafa staðist hlýðnipróf samkvæmt gildandi reglum. Björgunarmaður skal hafa staðist kröfur skv. reglugerð BHSÍ um þjálfun björgunarmanna.

Hundur skal vera undir stjórn björgunarmanns að og frá leitarsvæði. Ef hundur er beittur ofbeldi að mati
dómara varðar það brottvísun úr úttekt.

Ef talinn er vafi á að hundurinn hafi heilsu til björgunarstarfa skal framvísa vottorði frá dýralækni.

Fræðslunefnd innritar teymi í úttekt þegar hún telur að það hafi fengið nægilega þjálfun til að standast úttekt. Teymi sem er í endurmati í annað sinn eða síðar er leyfilegt að vera með annan hund á námskeiði.

2. Viðurkenningar - námskeið.

2.1. Úttekt/próf í C flokki er hægt að taka á aðalnámskeiði, helgarnámskeiði eða æfingum viðurkenndum af fræðslunefnd.

2.2. Úttekt/próf í B flokki er eingöngu hægt að taka á aðalnámskeiði. Gengi sem stenst B flokk fer á
útkallslista í eitt ár.

2.3. Úttekt/próf í A flokki er eingöngu hægt að taka á aðalnámskeiði. Gengi sem stenst A flokk skráist á
útkallslista í 2 ár.

2.4. Viðurkennt A gengi má athuga hvenær sem er til að sjá hvort það standist kröfur.

Ef svo er ekki, sér fræðslunefnd um úttekt/próf með tveimur dómurum eins fljótt og auðið er. Standist gengið ekki þarf það að sækja næsta aðalnámskeið.

Hundurinn þarf að vera tveggja ára til viðurkenningar í fyrsta sinn í A flokk. Viðurkenningin gildir í tvö ár.

Endurmat er annað hvert ár til tíu ára aldurs.

2.5. Hundastjórnandi sem hefur staðist A í einhverri grein má reyna beint við B kröfur í sömu grein.

Hundurinn sé fullra 18 mánaða.

2.6. Heimilt er að mæta á námskeið með unga hunda ef pláss og aðstæður leyfa.

3. Endurmat

3.1. Fyrsta endurmat fer fram í upphafi aðalnámskeiðs. Þeir sem standast halda áfram út vikuna, þar sem aðaláhersla er lögð á framkvæmd leitar.

3.2. Endurmat í annað sinn og síðar er leyfilegt að taka á aðalnámskeiði sem úttekt/próf í snjóflóðaleit.

3.3. Gengi sem er í endurmati í annað sinn eða síðar og stenst ekki á fyrstu úttekt/prófi tekur þátt í námskeiðinu til enda, ef innritun frá leiðbeinanda liggur fyrir í lokin, er farið í úttekt/próf.

3.4. Gengi sem er í endurmati í annað sinn eða síðar er leyfilegt að koma með annan hund.og ef innritun frá leiðbeinanda liggur fyrir í lokin, er farið í úttekt/próf.

4. Dómur

4.1.

A úttekt/próf og endurmat: Einn dómari ásamt leiðbeinanda. Próf fari fram á óþektu svæði
B úttekt/próf: Einn dómari ásamt leiðbeinanda. Próf fari fram á óþektu svæði
C úttekt/próf: Dæmist af leiðbeinanda. Próf fari fram á æfingasvæði

4.2. Hver æfing og liður æfingar dæmist “staðist” eða “ekki staðist”.

4.3. Til að standast æfinguna þarf “staðist” í öllum liðum æfingar.

 

Snjóflóðaleit A flokkur

Stærð: Um það bil 150 x 150 metrar
Fjöldi týndra: Allt að fjórir.
Dýpt: Allt að 2 metrar.
Tími til leitar: 30 mínútur.

Kröfur til að fá viðurkenningu

Hundurinn skal með kerfisbundinni leit, finna og gefa merki um alla týnda á svæðinu.

Gengið leiti á óþekktu svæði, minnst einu sinni á námskeiðinu.

Gengið verður að hafa staðist svæðisvinnu á námskeiðinu. Stjórnandinn skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hundsins. Stjórnandi verður að gera grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar.

Gengið á að geta leitað með öðrum leitarflokkum og/eða með öðrum hundum. Truflun á ekki að hafa afgerandi áhrif á gengið. Stjórnandi á að vera hæfur til að stjórna/skipuleggja leit á vettvangi þar sem eru fleiri hundagengi og aðrir leitarflokkar.

Við fund skal hundurinn gefa viðvarandi merki. Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda, um að gefa merki þýðir “ekki staðist”. Hundar í A flokki eru 2 ár á útkallslista.

Merki við fund

Grafa viðvarandi eða grafa og gelta viðvarandi.

 

Snjóflóðaleit B flokkur

Stærð: Um það bil 100 x 100 metrar.
Fjöldi týndra: 2
Dýpt: Allt að 2 metrar
Tími til leitar: 25 mínútur.

Kröfur til að fá viðurkenningu: 

Hundurinn skal með kerfisbundinni leit finna og gefa merki um tvo týnda á svæðinu.

Gengið verður að hafa staðist svæðisvinnu á námskeiðinu. Stjórnandi skal vera leiðandi í leitinni og sýna að hann hafi skilning til að nýta getu hundsins og skilji viðbrögð hundsins. Stjórnandi verður að gera grein fyrir þekkingu sinni um framkvæmd leitarinnar. 

Við fund skal hundurinn gefa viðvarandi merki. 

Hvatningaráhrif til hundsins frá stjórnanda um að gefa merki þýðir “ekki staðist”. Hundurinn sé fullra 18 mánaða. Viðkomandi getur tekið A flokk ári seinna. Viðurkennt gengi skráist á útkallslista í 1 ár.

Merki við fund 

Grafa viðvarandi eða grafa og gelta viðvarandi.

 

Snjóflóðaleit C flokkur 

Stærð: 50 x 50 metrar
Fjöldi týndra: 1
Dýpt: Allt að 1 metri

Markmið

Hundurinn á að skilja að hann eigi að finna manneskju undir snjónum.

Hundurinn verður að leita svæði sem er 50 x 50 metrar og gefa merki um einn týndann á svæðinu.

Kröfur til að fá viðurkenningu

Hundurinn þarf að hafa staðist svæðisvinnu sem lögð er fyrir á námskeiðinu og hafa staðist hlýðnipróf fyrir björgunarhunda. Hundurinn sé 9-12 mánaða. Hundar sem hafa staðist flokk C geta hvenær sem er tekið þátt í námskeiði í B flokki. Hundar sem hafa staðist námskeið í C flokki eru ekki viðurkenndir til snjóflóðaleitar.

Merki við fund

Grafa viðvarandi eða grafa og gelta viðvarandi.

------------------------
Yfirfarið og breytt í samræmi við fund fræðslunefndar 28.11.2011
Ingimundur Magnússon