Sumarstarfi­ hafi­

 • Skrifa­: 17. maÝá2019 /
 • Eftir: Gu­r˙n KatrÝn Jˇhannsdˇttr
 • / Athugasemdir:

Víðavangsæfingar eru í fullum gangi og verður fyrsta víðavangsúttekt sumarsins haldin á og við Bifröst í Borgarfirði helgina 24. til 26. maí. Á þessu svæði eru mörg krefjandi og skemmtileg leitarsvæði fyrir hunda á öllum stigum þjálfunar og er alltaf tilhlökkun hjá okkur að komast á úttekt í Borgarfirðinum. Helgina 17. til 18. ágúst verður svo haldin úttekt á suðurlandinu og helgina 21. til 22. september verður svo síðasta úttekt sumarsins haldin við höfuðborgarsvæðið.

Víðavangsútköll eru lang stærstur hluti þeirra útkalla sem við sinnum með hundunum okkar og að sama skapi tímafrekasta æfingarformið. Eftir að hafa farið í gegn um C, B og A próf til að teljast fullþjálfað teymi þurfum við að fara í endurmat á hverju ári til að sýna fram á að við höfum haldið þjálfuninni við og eigum erindi á útkallsskrá. Endurmatssvæði er allt að ferkílómeter að stærð og höfum við þrjá tíma til að finna þá sem faldir eru í svæðinu, sem geta verið 1 til 4 einstaklingar en við vitum fyrirfram ekki hversu margir eru faldir. Prófsvæðin eru mis erfið yfirferðar og prófin tekin í misjöfnum veðuraðstæðum svo það getur tekið allt frá klukkutíma upp í þrjá tíma að ljúka leit á svæðinu.  

Það er alltaf gaman að fylgjast með og aðstoða við þjálfun nýrra hunda, fylgja þeim eftir og sjá svo teymin uppskera fyrir erfiðið með því að ná sínum prófum. Við erum með hunda á öllum stigum þjálfunar, allt frá ungum hundum sem eru að stíga sín fyrstu spor í leit til reyndra leitarhunda sem hafa farið í gegn um mörg endurmöt. Hver hundur fær einstaklingsmiðaða þjálfun og eru próf sett upp eftir því hvaða verkefni prófdómarar vilja sjá teymin leysa á hverju stigi þjálfunar.

Við hvetjum áhugasama hundaeigendur til að finna síðuna Æfingar og námskeið Björgunarhundasveitar Íslands á facebook og líka við hana en þar koma fram upplýsingar um allar æfingar okkar. Við erum alltaf tilbúin til að taka á móti áhugasömum eigendum og vinnusömum hundum sem vilja kynna sér okkar mikilvæga starf.Lesa fŠrslu

Snjˇflˇ­aleitar˙ttekt loki­

 • Skrifa­: 27. marsá2019 /
 • Eftir: Gu­r˙n KatrÝn Jˇhannsdˇttr
 • / Athugasemdir:

Fimm daga snjóflóðaleitarúttekt Björgunarhundasveitarinnar lauk í dag. Að þessu sinni héldum við úttektina í Bláfjöllum í vægast sagt afar rysjóttu veðri. Að venju buðum við upp á fyrirlestra og fræðslu í lok dags og fræddumst við meðal annars um mótun og þjálfun leitarhunda, mikilvægi þeirra sem fela sig fyrir hundana okkar og dýralæknirinn okkar kenndi okkur fyrstu hjálp fyrir hunda. 

Á mánudagskvöld héldum við sveitarfund og þangað kom Tómasz Þór Veruson og sagði okkur frá ótrúlegri lífsreynslu sinni er hann grófst í snjó þegar snjóflóðið féll á Súðavík í janúar 1995. Meira en 24 klukkustundum eftir að hann grófst fann snjóflóðaleitarhundur hann grafinn á margra metra dýpi. Frásögn Tómaszar var afar sterk og hvetur okkur til að gera enn betur í þjálfun snjóflóðaleitarhunda enda aldrei að vita hvenær okkar verður þörf. 

Niðurstöður úttektarinnar eru eins og best verður á kosið, einn A-endurmatshundur, þrír A hundar, þrír B hundar og sjö C hundar. Við erum sérstaklega ánægð með alla nýju C hundana okkar enda er endurnýjun leitarhundanna okkur afar mikilvæg. Lesa fŠrslu

A­alfundur Bj÷rgunarhundasveitar ═slands

 • Skrifa­: 17. oktˇberá2018 /
 • Eftir: Gu­r˙n KatrÝn Jˇhannsdˇttr
 • / Athugasemdir:
Aðalfundur Björgunarhundasveitar Íslands verður haldinn þriðjudaginn 23. október kl 19 í húsnæði Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, Skógarhlíð 14.
 
Dagskrá aðalfundar er skv. 9. grein laga BHSí:
 
Formaður setur fundinn og stýrir kjöri fundarstjóra
Fundarstjóri tilnefnir fundarritara
Inntaka nýrra félaga
Skýrsla stjórnar um starf sveitarinnar síðastliðið starfsár
Gjaldkeri leggur fram endurskoðaða reikninga
Ákvörðun félagsgjalda
Lagabreytingar
Kosning formanns, stjórnar, tveggja skoðunarmanna reikninga og fræðslunefndar
Önnur mál
 
Stjórnin.


Lesa fŠrslu

VÝ­avangs˙ttektum sumarsins loki­

 • Skrifa­: 17. septemberá2018 /
 • Eftir: Gu­r˙n KatrÝn Jˇhannsdˇttr
 • / Athugasemdir:

Síðasta víðavangsúttekt sumarsins var haldin síðustu helgi. Fyrsta úttekt var haldin í kring um Bifröst í Borgarfirði í maí, önnur úttekt í Þrengslunum í júní, sú þriðja á Hellisheiði í ágúst og sú fjórða og síðasta í nágrenni Hólmavíkur. Á hverri úttekt voru sett upp nokkur próf og eru við ánægð með árangur sumarsins. 

Í sumar hafa mörg teymi náð sínum markmiðum í víðavangsleit svo við búum vel. Við eigum nú 17 teymi á útkallsskrá í víðavangsleit og dreifast þessi teymi á Hellu, Selfoss, Eyrarbakka, höfuðborgarsvæðið, Patreksfjörð, Ísafjörð og Hnífsdal. Eins eigum við nokkur ný teymi sem tóku sín fyrstu spor í leit og sitt fyrsta próf í sumar. Þessi teymi eru framtíðin okkar og það verður gaman að fylgjast með þeim ná lengra og vonandi taka sitt fyrsta útkallspróf næsta sumar. 

Við munum æfa áfram á sunnudögum fram í haustið en þegar líða fer nær jólum tökum við okkur frí frá skipulögðum æfingum og félagar okkar snúa sér að því að sinna fjáröflunum fram yfir áramót. Þá taka við snjóflóðaæfingar um leið og snjóalög leyfa.  Lesa fŠrslu
Eldri fŠrslur