Útkall Höfn í Hornarfirði 2. júlí

Um klukkan 14.45 barst beiðni um að fá hunda til leitar á Höfn í Hornarfirði.
Leitað var að manni á sextugsaldri sem hafði farið í göngutúr á Ketillaugarfjalli við Höfn.
Leitin var afturkölluð um klukkan 16.00 en þá hafði maðurinn fundist. Hann var látinn….

Útkall Blönduósi 24. júní

Þann 24. júní klukkan 05.00 var óskað eftir hundum til leitar að konu sem var saknað í
nágrenni Blönduós. 3 teymi frá sveitinni fóru á svæðið en um klukkan 08.00 var leitin
afturkölluð. Konan fannst heil á húfi….