Leit hætt: Ferðamaðurinn heill á húfi

Leit að spænskum ferðamanni sem leitað hefur verið að síðan í gærkvöldi hefur verið hætt en vitað er að hann kom sér til byggða og er heill á húfi. Mannsins var leitað á svæðinu milli Hrafntinnuskers og Álftavatns. Athuganir sem fóru fram samfara leitinni gáfu til kynna að hann hefði breytt ferðaáætlun sinni og komið sér sjálfur í Kirkjubæjarklaustur. Maðurinn er um fimmtugt og var einn á ferð, en hundrað björgunarsveitarmenn og leitarhundar höfðu…

Leit að erlendum ferðamanni

Víðtæk leit stendur nú yfir af spænskum ferðamanni sem í gærmorgun hélt frá skálanum í Hrafntinnuskeri áleiðis að Álftavatni þar sem hann átti pantaða gistingu í nótt. Þangað hafði hann ekki skilað sér. Leitarmenn frá Hellu og Hvolsvelli hafa leitað á svæðinu í nótt ásamt hundateymum og voru björgunarsveitarmenn frá björgunarsveitum á höfuðborgarsvæðinu einnig kallaðir út. Leitarsvæði er nokkuð stórt og að hluta seinfarið. Ekki liggja fyrir…