Útkall Hornströndum

Teymi frá sveitinni eru nú lögð af stað með þyrlu Landhelgisgæslunnar áleiðis á Hornstrandir að leita að 23 ára gömlum þýskum ferðamanni sem varð viðskila við samferðamenn sína. Mikil þoka var á svæðinu þegar maðurinn týndist. Óttast er um afdrif hans þar sem ferðaveður er slæmt, mikil rigning og kalt. …

Sumarnámskeið Birkimel

Um síðustu helgi var 3. sumarnámskeið sveitarinnar haldið á Birkimel við Barðaströnd. Mæting var góð eða um 18 teymi og var notast við 3 svæði. Leiðbeinendur voru: Ingimundur, Þórir, Maurice og svo fengum við til okkar þau Chris Francis og Christyne Judge frá Sarda Lakes Bretlandi til aðstoðar og fræðslu. Að þessu sinni voru 5 teymi sem tóku próf og stóðust þau öll með prýði. Teymin voru :
Auður og Skolli, A-endurmat.
Elín og Skotta,…

Maður fundinn á Hornströndum

(Myndin er tekin af vef Landsbjargar)

Ferðamaðurinn sem saknað hefur verið á Hornströndum kom fram í Rekavík
um kl. 14.40. Hann er heill á húfi og verður fluttur með vélbátnum Sædisí til byggða.
Allir björgunarmenn sem voru á leið á vettvang hafa verið afturkallaðir….