Útkall 07. september

Um klukkan 09.30 um morguninn voru björgunarsveitir í Árnessýslu kallaðar til leitar að
vistmanni frá hjúkrunarheimilinu Kumbaravogi á Stokkseyri. Um klukkan 10.30 var svo ákveðið að senda sérhæfða leitarhópa og leitarhunda til leitar frá höfuðborgarsvæðinu. Einnig var einkaflugvél notuð við leitina. Um klukkan 10.50 fundu björgunarsveitarmenn konuna heila á húfi, skammt frá Kumbaravogi og í kjölfarið voru björgunarsveitir afturkallaðar. 3 teymi frá…

Útkall 9. september

Leitað var að frönskum ferðamanni að Fjallabaki en seinast hafði sést til hans 25.ágúst
í ferðamannaskálanum Álftavatni. Talið var að hann hafi ætlað að Þórmörk og þaðan yfir
á Skóga. Leitin hófst í birtingu 09.ágúst og fóru 2 teymi á staðinn frá BHSÍ ásamt einu teymi frá Leitarhundum. Frá BHSÍ fóru Ingimundur/Frosti og Hermann/Monsa.
Um klukkan 13.00 voru um 80 björgunarsveitamenn við leit og voru aðstæður til leitar góðar….

Útkall 10. og 11. september

Útkall barst klukkan 06.00 laugardagsmorguninn. Skemmtibátur hafði siglt á sker á
Viðeyjarsundi og björguðust 3 en tveggja var saknað, maður og kona. Konan fannst látin en leitin að manninum hélt áfram með köfurum, bátum, göngufólki, hundum og þyrlu Landhelgisgæslunnar. 3 teymi fóru frá BHSÍ ásamt teymum frá Leitarhundum og voru fjörur gengnar án árangurs. Leit var síðan framhaldið á sunnudeginum en hún bar heldur engan árangur. Teymin sem leituðu…