Vetrarnámskeið Mýrdalsjökli

Vetrarnámskeið BHSÍ var haldið á Mýrdalsjökli daganna 17.-22.mars. Gist var í Drangshlíð og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir frábæra aðstöðu. 21 teymi voru skráð á námskeið og var þeim skipt á 3 svæði. Leiðbeinendur voru: Jan Kristiansen frá Norske Redningshunder,
Ingimundur Magnússon og Þórir Sigurhansson. Ásamt þeim var einn leiðbeinandanemi á hverju svæði: Halldór Halldórsson, Auður Yngvadóttir og Hlynur Snæbjörnsson. Einnig voru 2 gestir…

Minning um Skolla 1999 – 2006

Sá sorglegi atburður átti sér stað sunnudaginn 19.mars á vetrarnámskeiði sveitarinnar
að útkallshundurinn Skolli veiktist alvarlega og lést í kjölfarið á því. Um miðjan dag kom í ljós að Skolli var ekki heill heilsu og var þá farið með hann til dýralæknis á Hvolsvelli.
Þar var hann skoðaður og fékk að því loknu að fara aftur í Drangshlíð. Fljótlega kom þó í ljós að Skolli þyrfti frekari aðhlynningu og var þá ákveðið að keyra með…