Styrkur til kaupa á hundi

Auður og SkolliBæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt 50.000 króna styrkveitingu vegna kaupa á hundi sem þjálfaður verður til leitar og björgunar. Styrkinn fær Auður Yngvadóttir á Ísafirði sem hefur verið virkur félagi í Björgunarhundasveit Íslands til margra ára og starfaði áður með björgunarhundinum Skolla. Skolli var af Border Collie kyni og var þjálfaður til leitar að týndu fólki. Hann var með svokallaða A gráðu í bæði víðavangs- og…