Útkall 26. ágúst. Leit í Kverkfjöllum.

1 teymi : Hlynur/Moli. Teymi fyrir sunnan í viðbragðsstöðu.
Um klukkan 14.00 barst beiðni um hunda til leitar að konu sem saknað var í Kverkfjöllum. Konan, sem var erlendur ferðamaður, fór frá Sigurðarskála seinnipartinn á föstudegi og hugðist ganga í Hveragil. Konan var væntanleg í Hverfjallaskála um hádegi í á laugardegi en hafði ekki skilað sér.
Leit var afturkölluð seinnipartinn en landverðir höfðu gengið fram á konuna þar sem hún var…

Útkall 22. – 26. ágúst. Leit Svínafellsjökull.

Frá miðvikudeginum 22.ágúst til sunnudagsins 26.ágúst voru útkallsteymi sveitarinnar í viðbragðsstöðu á vegum Landsstjórnar vegna leitar að tveimur þjóðverjum sem ekki höfðu skilað sér heim til þýskalands eftir áætlaða gönguferð um Ísland.
Tjöld þeirra fundust neðan við Svínafellsjökul og var leitinni beint á það svæði og uppúr.
Svæðið sem leitað var á var mjög erfitt yfirferðar og aðeins fyrir reyndustu fjallamenn og var því…