Útkall á Suðurland vegna jarðskjálfta

Föstudaginn 29. maí voru hundar Björgunarhundasveitar Íslands kallaðir út vegna jarðskjálfta á Suðurlandi.
Frá Hjálparsveit skáta í Garðbæ fóru þrjú teymi, Maurice og Stjarna, Snorri og Kolur og Gunnar og Krummi með Eyþór sem bílstjóra.
Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi fóru Anna og Kópur, frá Björgunarsveitinni Suðurnes fóru Halldór og Skuggi og frá Björgunarsveitinni Dagrenningu fóru Björk og Krummi. Elín og Skotta, Ingimundur og…