Útkall 28. mars Skessuhorn

Beðið var um hunda til að vera í viðbragðsstöðu við Skessuhorn vegna snjóflóðahættu.
Kona úr 12 manna gönguhóp hafði fallið og slasast og barst hjálparbeiðni frá hópnum um klukkan 14.
Erfitt var að komast að hópnum vegna slæms skyggnis og veðurs.
4 teymi fóru á staðinn um klukkan 16.30 : Ingimundur/Frosti, Maurice/Stjarna, Kristinn/Tása og Hermann og Monsa.
Aðgerðum lauk um klukkan 22 en þá var konan flutt á sjúkrahús með þyrlu…

Jólaheimsókn í Vistor

Fimmtudaginn 11. desember var meðlimum BHSÍ boðið í heimsókn í Dýraheilbrigðisdeild Vistor hf sem styður dyggilega við sveitina með samningi um fóðurkaup og styrk til útkallshunda.  Þau Margrét Dögg og Gestur tóku vel á móti okkur með veitingum og gafst síðan tækifæri á að kaupa ýmsar nauðsynjavörur fyrir hundana og auðvitað líka jólagjafir fyrir þá.

Það er samdóma álit meðlima BHSÍ að hundarnir þrífast afar vel á Hills…