Hlýðnipróf hjá Suðurlandsteymum
Suðurlandsgengið hittist þann 10 október s.l og tóku hlýðnipróf. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað árangurinn var góður. Þau sem stóðust hlýðnipróf hjá okkur eru Björk og Krummi, Jóhanna og Morris, Hafdís og Breki, Elín og Skotta, Ingimundur og Frosti. Drífa fór í hlýðnipróf með litla stýrið sitt og var nálægt því að standast, þarf …
Leit að konu við Þjófaskörð á Vestfjörðum
Seinnipart laugardagsins 10. október 2010 barst útkall til björgunarsveita á norðanverðum Vestfjörðum, um týnda konu við svonefnd þjófaskörð. Þjófaskörð eru staðsett mitt á milli Skutulsfjarðar (Ísafjarðar) og Hnífsdals. Fljótlega gat konan gefið upp staðsetningu skv. númeri á staurastæðu. Í ljós kom að konan var stödd við brún á svonefndu Hestakleifarfjalli, Bolungarvík. Björgunarsveitarmenn frá Örnum í Bolungarvík sóttu konuna þangað.
Útkall – Leit að stúlku innanbæjar í Reykjavík
Laugardagskvöldið 9. október 2010, barst BHSÍ útkall vegna stúlku sem var týnd í Reykjavík, n.t.t. í Breiðholtinu.
Fjögur hundateymi fóru í útkallið, en stúlkan fannst mjög fljótlega í Fossvogi.
Hundateymi: Hafdís og Breki, Nick og Skessa, Eyþór og Bylur, Krissi og Tása, Maurice og Stjarna, Guðbergur og Nói….