Fyrsta hjálp í óbyggðum
Námskeið í fyrstu hjálp í óbyggðum var haldið dagana 14-17 október, 22-24 október og 29 – 31 október í húsi flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu. Námskeiði byggist upp á verklegum og bóklegum æfingum og telur 76 klukkustundir. Tveir félagar í BHSI tóku þátt að þessu sinni en það voru Björk Arnardóttir og Drífa Gestsdóttir. Námskeiðið var afar skemmtilegt og gagnlegt og viljum við koma á framfæri þökkum til leiðbeinanda sem og samnemendum fyrir frábæra…
Fyrirlestur svæði 16
Þann 20. október síðastliðinn hélt Ingimundur Magnússon frá Björgunarhundasveit Íslands fyrirlestur um þjálfun björgunarhunda og notkun þeirra í leit . Fyrirlesturinn var haldinn í húsi Dagrenningar á Hvolsvelli og var sveitum Dagrenningar og Hellu send boð um fyrirlesturinn auk þess sem lögreglunni á Hvolsvelli var boðið. Mæting var ágæt og var almenn ánægja með fyrirlesturinn sem var í senn fræðandi og gagnlegur. Með þessu framtaki vonum við að…