Jólaæfing í Reykjadal 19. desember

Nokkrir vaskir félagar geta borðað allan jólamatinn án samviskubits, en þeir skelltu sér í létta gönguferð niður Reykjadalinn í dag. Keyrt var inn Ölkelduháls og labbað niður dalinn, það var kalt í veðri og blés töluvert en fínasta veður var þegar komið var neðar í dalinn. Björgunarmenn göntuðust með það að gaman væri að skella sér í heita lækinn enda alvöru útivistarfólk ! auðvitað vissu allir að verið væri að grínast enda færi ekki nokkur…