Víðavangsleitaræfing á Reykjanesi
Víðavangsleitaræfing var haldin sunnudaginn 9. janúar 2011. Þar sem engan snjó var að finna þennan sunnudag var haldið á suðvesturhorn Reykjaness með það markmið að ganga og halda víðavangsleitaræfingu. Fátt var á þessari æfingu. Tvö teymi mættu, Guðmundur Helgi og Tumi ásamt Inga og Týru.
Æfing og komandi æfingar
Æfing var haldin í dag að Laugalandi. Það var virkilega góð mæting en alls mættu 13 manns en þar af voru 11 hundar.
Við byrjuðum að sjálfsögðu á byrjuninni, á kaffibolla hjá Drífu svo var ekki annað að gera en að drífa sig út í kuldann. Það var -8 stiga frost og hörkuvindur. Sett voru upp svæði fyrir eldri hundana og nýliðarnir sem voru tveir hvolpar bara 4 mánaða og 6 mánaða fengu að spreyta sig, virkilega flottir hvolpar þar á ferð.