Æfingin í dag
Hún var vel sótt æfingin sem haldin var í dag. Það var frábært leitarveður- örlítil súld og hægur vindur. En æft var á Suðurstrandarveginum við bæinn Bólsstað. Svæðið var mjög hentugt til æfinga og munum við sennilega hittast á þessum slóðum aftur.
Byrjað var á smá upphitum þar sem hundar og menn gengu svolítinn spöl áður en æfingar hófust.
Byrjað var að setja upp leit fyrir lengra komna, en Ingimundur setti upp…
1. Útkall 14. janúar 2011 – Leit við Esju
Að kvöldi 14. janúar fóru 4 teymi frá BHSÍ auk 2 teyma frá Leitarhundum og leituðu svæði í nágrenni við bíl manns sem saknað hefur verið í nokkurn tíma. Þeir sem leituðu frá BHSÍ voru Jóhanna og Morris, Maurice og Stjarna, Snorri og Kolur, Valur og Funi. Eyþór var leitarmönnum til aðstoðar. Sérhæfðir leitarhópar SL leita nú að manninum….