Þyrluæfing á Ísafirði

Í dag, sunnudaginn 27.febrúar 2011, var haldin æfing með þyrlu Landhelgisgæslunnar (LHG) og hundateymum BHSÍ á norðanverðum Vestfjörðum.
Fyrir stuttu var haldin þyrluæfing með bátahóp Björgunarfélags Ísafjarðar og Tinda og í lokin átti að láta 2 hundateymi síga niður úr þyrlunni. Það var hinsvegar ekki hægt sökum veðurs og tímaskorts. Þess vegna bauðst LHG til að koma í dag og halda þá æfingu með okkur. TF-LÍF kom frá LHG ásamt 4 manna…