15. Útkall 10. Nóvember 2011 – Leit á svæði 16

Björgunarhundasveit Íslands var eins og flestar sveitir á landinu kallaðar til leitar að sænskum ferðamanni sem saknað var.  Leitað var fyrst á Fimmvörðuhálsi við mjög erfið leitarskilyrði en eftir vísbendingar var leitinni beint að Sólheimajökli þar sem leita þurfti jökulinn og nánasta umhverfi. Það voru alls 11 hundateymi sem fóru frá BHSÍ til leitar á meðan aðgerðinni stóð yfir. Mjög erfið leitarskilyrði og reyndi það mjög á menn og hunda….