Fyrsta sumarnámskeiði ársins lokið
Fyrsta sumarnámskeið BHSÍ var haldið um síðustu helgi. Mæting var góð og lék veðrið við menn og hunda að mestu leyti allan tímann. Æft var frá föstudegi og fram á sunnudag. Á laugardagskvöldið var svo haldinn sveitafundur og grillað. Nokkur teymi tóku próf og endurmat og eru niðurstöður eftirfarandi
Hafdís og Breki A-próf
Snorri og Kolur A-endurmat
Eyþór og Bylur A-endurmat
Snædís og Úlfur C-próf