Sjö unglingar „týndir“ og „fundnir“ á Seljalandsdal

Vestfjarðadeild Björgunarhundasveitar Íslands (BHSÍ) stóð fyrir umfangsmikilli útkallsæfingu á Seljalandsdal í Skutulsfirði þann 14. ágúst síðastliðinn. Markmiðið með æfingunni var þjálfun þriggja vestfirskra útkallshunda og eigenda þeirra í víðavangsleit.