2. Útkall – viðbragðsstaða vegna snjóflóðahættu
Sunnudaginn 3. febrúar var óskað eftir aðstoð frá Björgunarhundasveitinni vegna björgunar sem stóð yfir í Esju.
Mikil snjóflóðahætta var á vettvangi og mjög erfiðar aðstæður og því voru björgunarhundar hafðir til taks á meðan björgun stóð yfir.
Þeir sem sinntu útkallinu.
Snorri og Kolur
Ólína og Skutull
Nick og Skessa
Kristinn og Tása
…
1. Útkall – leit á svæði 3
Aðfaranótt laugardagsins 2. febrúar 2013 var óskað eftir hundateymum frá BHSÍ vegna leitar að manni í uppsveitum Árnessýslu. Maðurinn kom í leitirnar skömmu síðar, heill á húfi.
Þeir sem sinntu útkallinu voru:
Hafdís og Breki
Halldór og Skuggi.
…