Annasöm útkallshelgi

Þann 1. Júní voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar að franskri konu sem ætlaði sér í göngutúr í Heydal á Vestfjörðum. Þegar hún skilaði sér ekki var kallað eftir aðstoð. Teymi frá Björgunarhundasveit Íslands fóru á vettvang og leituðu. Svæðið var erfitt yfirferðar og þurftu menn og ferfætlingar að erfiða við að ganga svæðin sín. Konan fannst þó að lokum köld og hrakin en heil á húfi að öðru leiti.