Hundur mánaðarins – Kópur
Hundur mánaðarins er nýtt hérna hjá okkur á heimasíðunni. Markmiðið með að kynna hund mánaðarins er að kynnast vinnuhundunum okkar betur og sjá þá í öðru ljósi heldur en í vinnu í mörkinni. Því björgunarhundarnir okkar eru allir heimilishundar og búa með fjölskyldum sínum í góðu yfirlæti. Þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir. […]
Æfingahelgi á Hólmavík
Helgina 7.-9. febrúar héldu tólf vaskir félagar til Hólmavíkur til æfinga í snjóflóðaleit. Æfingarsvæðið var svo sett upp á Þröskuldum í Arnkötludal. Veðrið lék félaga okkar frekar grátt en fyrsta daginn voru 27 m/s og skafrenningur. …