Síðasta sumarnámskeiðið afstaðið
Fjórða og síðasta sumarnámskeið 2014 var haldið á Hólmavík dagana 19.-21. september. Þangað mættu til leiks sextán félagar í BHSÍ og 14 hundar. Æfingar og þjálfun fóru fram á þremur æfingasvæðum í nágrenni Hólmavíkur, við Kálfanes í Bleiksdal, í Húsadal og við Þiðriksvallavatn. Aðstæður til æfinga voru ágætar, því fagurt umhverfi, góðar aðstæður í æfingasvæðum […]