80 teymi tóku þátt í fjórum námskeiðum í sumar
Afrakstur sumarsins hjá BHSÍ verður að teljast nokkuð góður því samtals tóku 80 teymi þátt í námskeiðum sumarsins og 21 teymi tók A, B, eða C próf.
Námskeiðin fóru fram víðsvegar á landinu í ár. Sumarvertíðin hófst í Þjórsárdalnum með námskeiði dagana 22.-24. maí. Á námskeiðið kom Alexandra Grunow, kennari frá Þýskalandi og leiðbeindi hún þátttakendum í sporavinnu með hundum. Alexandra er virtur hundaþjálfari sem á og rekur K-9 Suchhundezentrum í München. Hún er með áralanga reynslu í sporavinnu og hefur m.a unnið við björgun, með lögreglu og fleiri viðbragðsaðilum.