Í kvöld, 28. september 2010, var haldið hlýðnipróf á Ísafirði þar sem 5 teymi þreyttu prófið og stóðust þau öll.
Prófið var haldið á bílastæðinu við Bónus á Ísafirði. Teymin voru prófuð í að ganga við hæl án þess að hafa taum og þurfti teymið að taka beygjur og snúninga eftir skipun dómara. Síðan var prófað í að sækja og skila. Þar næst þurfti eigandi að sýna fram á að innkallið á hundinum væri í lagi. Í lokin þegar öll teymin höfðu verið prófuð í þessum æfingum var hundunum stillt upp og þeir látnir liggja saman í 10 mínútur á meðan eigendurnir voru í hvarfi.
Teymin sem tóku prófið: Auður og Skíma, Hörður og Skvísa, Jóna og Tinni, Skúli og Patton, Þórir og Jóka.
Dómarar voru Auður og Þórir.