13 teymi mættu á sameiginlega víðavangsleitaræfingu höfuðborgarsvæðis og Suðurnesja í Breiðdal við Vonarskarð sunnudaginn 10. október.
Sett voru upp tvö svæði annað fyrir A og B hundateymi þar voru 7 teymi og svo svæði fyrir yngri hunda og á því svæði voru 6 teymi. A og B hundar tóku eitt rensli á sínu svæði, tekin voru þrjú rensli á svæði fyrir yngri hunda.
Að öllu jöfnu gengu æfingar vel fyrir sig og nýttist tímin vel fyrir öll þessi teymi æfingar byrjuðu kl. 10.00 og var lokið kl. 13.30. Veður lék við okkur með sól 9°c og sæmilega sterkum vind.
Að leitaræfingu lokini var gengið á Háhnúka og norður með fjallgarðinum, síðan niður í Breiðdalinn að norðanverðu og til baka eftir dalnum.
Á leitaræfingu mættu:
Hundateymi: Anna og Urður, Eyþór og Bylur, Emil og Gríma, Ólína og Skutull, Nick og Fína, Halldór og Skuggi, Krissi og Tása, Viðar og Tinni, Elli og Kvika, Kata og Móri, Rúnar og Spori, Ásgeir og Tinni, Guðmundur Helgi og Tumi
Fígúrantar: Gunnar Hávarðarson úr Hjálparsveit skáta Kópavogi aðstoðaði við að liggja úti.