Hlýðnipróf hjá Suðurlandsteymum

Suðurlandsgengið hittist þann 10. október síðastliðinn og tók hlýðnipróf. Það kom mér skemmtilega á óvart hvað árangurinn var góður.

Þau sem stóðust hlýðnipróf hjá okkur eru Björk og Krummi, Jóhanna og Morris, Hafdís og Breki, Elín og Skotta, Ingimundur og Frosti.

Drífa fór í hlýðnipróf með litla stýrið sitt og var nálægt því að standast, þarf að liggja aðeins lengur. Eins var með Söndru og Atlas en ungu hundarnir hafa allir tíma til að fínpússa þennan þátt áður en til alvörunnar kemur.

Kveðja að sunnan.
Ingimundur