Miðvikudagskvöldið 27. október mættu fjögur hundateymi á æfingu í rústaleit og umhverfisþjálfun.
Suðurnesjadeildin gekk frá samkomulagi nú á dögunum við Brunavarnir Suðurnesja um aðgang að æfingarsvæði slökkvuliðsins. Æfingarsvæðið er við Keflavíkurflugvöll og viljum við þakka Brunavörnum Suðurnesja fyrir aðganginn að æfingasvæðinu þeirra sem er mikil lyftistöng fyrir þjálfun á Björgunarhundum hér á Suðurnesjum.
Á æfingasvæðinu er kjörin aðstaða til rústaleitar og umhverfisþjálfunar á hundum. Fjölbreytilegar aðstæður eru á svæðinu. Þar eru hólf til að loka og umhverfið reynir vel á hundin. Einnig er nóg er af dóti þarna hvort sem það er húsbúnaður, járnhlutir, timbur eða steypa. Það er bara spurning hvað hugmyndaflugið nær langt til að skapa aðstæður fyrir hunda til leitar, því þarna er þetta allt við hendina. Svæðinu var skipt upp í fjögur þjálfunarsvæði svo að hvert teymi gat æft án tafa.
Á æfinguna mættu;
Guðmundur Helgi og Tumi,
Halldór og Skuggi,
Ingi og Týra,
Raggi og Míló,