Sunnudaginn 31. október var haldin víðavangsleitar- og gönguæfing á Langahrygg á Reykjanesi.
Fjögur hundateymi voru mætt á sunnudagsmorgni við Stóra-Leirdal og var tilgangur æfingar að ganga Langahrygg og inn í Geldingadal sem er við Fagradalsfjall, þar sem sett var upp leitarsvæði fyrir teymin. Sett var upp ein leit fyrir A teymi og þrjár fyrir yngri hunda.
Árangur var góður af þessari æfingu reyndi vel á mannskapinn og hundana þar sem leiðin var talsvert upp á við og 8 km löng. Hundarnir fengu æfingu í því að vera saman í hópi og leita eftir tveggja tíma göngu sem var einnig tilgangur þess að halda leitaræfingu í fjallendi.
A teymið leysti sín verkefni vel en sjá mátti að þreyta hafði áhrif á eitt teymi við leitaræfingu. Tvö ný hundateymi á byrjunarstigi voru með í för og gengu grunnæfingar vel með þau teymi og hafði eingin áhrif á áhuga hundana sem eru á byrjunarstigi.
Á æfingun mættu:
Guðmundur Helgi og Tumi
Halldór og Skuggi
Ragnar og Míló
Ingi og Týra
Gunnar Hávarðar. (Fígúrant)