Víðavangsleitar- og gönguæfing á Reykjanesi

Víðavangnsleitar- og gönguæfing haldin á Þorbirni sunnudaginn 12. desember 2010

Fjögur teymi mættu á síðustu víðavangsleitar- og gönguæfingu ársins sem byrjaði snemma morguns við Bláa lónið í Svartsengi. Stefnan var sett á Þorbjörn þar sem sett var upp leitaræfing ofan í einni af gígskálum Þorbjarnar. Gengið var frá Bláa Lóninu yfir hraunbreiður að Baðvöllum, upp Þjófagil að fyrirhuguðu æfingasvæði.

Sett var upp A-leitarsvæði fyrir tvö A teymi og minna fyrir önnur teymi, að æfingum loknum var gengið á topp Þorbjarnar og hringnum lokað við Bláa Lónið. Gengnir voru 7,9 km. Æfingar gengu vel og leystu teymin flest verefnin á þessari síðustu víðavangsleitaræfingu þessa árs 2010.

Allir voru á því máli að blanda saman göngum og leitaræfingum sé fyrirkomulag sem verður gert meira af á komandi ári. Haldnar voru 6 æfingar á árinu með göngu- og leitaræfingar fyrirkomulagi og hafa þær allar skilað góðum árangri bæði fyrir mannskap og hunda. Miklar breytingar hafa komið í ljós hjá hundum þá einna helst við að umgangast aðra hunda. Til að mynda voru 6 hundar í þessari ferð og gekk það eins og í sögu og náðu hundamenn og hundakonur að hafa góða stjórn á hundum.

Einnig má minnast á að dagbókarfærslur sem þessi sé eitt af því góða sem komið hefur í ljós á þessu ári og vonumst við til að sjá það fyrirkomulag áfram á komandi ári og að fleiri taki upp þann sið að færa inn æfingar og þjálfun frá hverjum landshluta fyir sig. Þetta gefur okkur og öðrum sýn inn í það sem við erum að gera og höfum gaman af.

Ánægðir hundadúddar og árið er allt

Á æfinguna mættu:
Drífa og Lúkas, Casey
Jóhanna og Morris, Skúli
Halldór og Skuggi
Guðmundur Helgi og Tumi
Fígúrantar,
Aldís nýliði Bj. Suðurnes
Viktor nýliði Bj. Suðurnes
Gunnar hávarðar. HSK