Í dag var haldin snjóflóðaleitaræfing á Breiðadalsheiði, fyrir ofan Ísafjörð. Þetta var fyrsta sameiginlega æfing vetrarins en mikill hiti og rigning hefur verið síðustu daga og var dagurinn í dag engin undantekning þar á. Ólíklegt er að hægt verði að æfa aftur á þessu svæði í bráð ef veðurspá stenst þar sem snjórinn verður orðinn of lítill.
Fyrstu menn voru komnir upp á heiðina rúmlega 9:00 og voru mokaðar 2 holur. Farin voru nokkur rennsli, bæði með einum týndum og tveimur og gengu æfingarnar mjög vel og án vandamála. Farið var heim um kl 16:00.
Við fengum mikla hjálp frá unglingadeildinni Hafstjörnunni á Ísafirði en þaðan komu 5 krakkar sem lágu í holunum og hjálpuðu til við að moka milli æfinga. Einnig fengum við hjálp frá nokkrum félögum í Björgunarfélagi Ísafjarðar. Við þökkum þeim kærlega fyrir aðstoðina.
Félagar í Björgunarfélagi Ísafjarðar héldu einnig litla æfingu á svæðinu okkar á sama tíma þar sem æfð var ýlaleit og farið yfir helstu atriði varðandi leit í snjóflóði.
Þess má geta að Hörður og Jóna fengu loksins að nota vélsleðann sem þau keyptu í haust og kom hann að góðum notum.
Þau sem mættu á æfinguna voru:
BHSÍ: Auður og Skíma – Ísafirði, Skúli og Patton- Ísafirði, Hörður og Skvísa- Ísafirði,
Jóna og Tinni- Ísafirði,
Tóti og Jóka- Súðavík
BFÍ: Þröstur, Sigrún, Ingibjörg, Sverrir, Siggi
Unglingadeildin Hafstjarnan: Benedikt, Líf, Hákon, Albert, Guðmundur