Fyrsta sumarnámskeið BHSÍ var haldið í Þjórsárdalnum dagana 16. til 18. maí. 20 þátttakendur voru skráðir á námskeiðið og komu einnig sjálfboðaliðar sem léku týnda einstaklinga.
Þau Hafdís, Ingimundur og Nick voru leiðbeinendur á námskeiðinu. Var þátttakendum skipt í þrjá hópa eftir getu. Tveir hópar sem í voru lengra komin hundateymi skipulögðu verkefni fyrir hvorn annan. Í þriðja hópnum voru hundar sem voru að stíga sín fyrstu skref á leitarhundabrautinni.
Þrjú teymi tóku A endurmat á námskeiðinu; Hafdís og Breki, Nick og Skessa og Viðar og Tinni.
Björgunarhundasveitin naut gestrisni Landsvirkjunar á námskeiðinu og kann sveitin fyrirtækinu bestu þakkir fyrir stuðninginn. Einnig þökkum við sjálfboðaliðum sem tóku þátt.