Annað sumarnámskeið 2014 fór fram í Bláfjöllum dagana 20. til 22. júní á vegum BHSÍ. Þátttakendur á námskeiðinu voru 21, þar af 4 leiðbeinendur og 2 leiðbeinendanemar. Auk þeirra voru 3 aðrir gestir sem aðstoðuðu með því að liggja úti.
Æft var og tekin próf í 2 hópum á 6 svæðum. Annar hópur var aðallega fyrir teymi sem hófu þjálfun á árinu og binda menn vonir við að þau ljúki öll C-prófi í víðavangsleit í haust. Hinn hópurinn var aðallega fyrir teymi sem eru að leita nokkuð stór svæði, upp undir ferkílómetra í senn, og hjálpuðust allir að við að liggja úti, dæma leit og leita svæði. Þoka var á efri svæðum og komu GPS tæki að góðu gagni.
Fjögur teymi stóðust B-próf: Elín og Hnota, Jóhanna og Morris, Lúkas og Benny og Sandra og Atlas Fjögur teymi stóðust A-endurmat: Eyþór og Bylur, Halldór og Skuggi, Kristinn og Tása og Snorri og Kolur
Við óskum þessum teymum til hamingju með árangurinn.
Félagar í BHSÍ eru í fríi frá námskeiðum núna í júlí en næsta sumarnámskeið verður haldið á Vestfjörðum helgina 15. ágúst. Það námskeið verður auglýst nánar síðar.