Hundur mánaðarins er að þessu sinni Breki sem hún Hafdís á. Breka er margt til lista lagt og þetta skrifar Hafdís um Breka sinn 🙂
Breki Bláskjársson er 6 ára Border Collie rakki. Hann kemur frá Hæli í Borgarfirði. Ég beið eftir þessu goti til að fá hund í björgunarstörf. Ég bað hana Hörpu, húsfrúna á Hæl að velja einn fyrir mig, sem hún og gerði, en bað mig að segja hvaða hvolp ég vildi þegar ég kom til að skoða krílin. Og Breki varð fyrir valinu hjá mér líka. Þessi ofvirki, blíði hvolpur heillaði alla, en mikla vinnu þurfti að leggja í hann.
Ásamt því að æfa víðavangsleit og snjóflóðaleit æfðum við hlutaleit, sem hefur komið að góðum notum. Breki fór á útkallslista 2 ára og hefur því verið á útkallslista í fjögur ár. Hann er vinnusamur og duglegur. Betri félaga og vin get ég ekki hugsað mér.