Fjórða og síðasta sumarnámskeið 2014 var haldið á Hólmavík dagana 19.-21. september. Þangað mættu til leiks sextán félagar í BHSÍ og 14 hundar. Æfingar og þjálfun fóru fram á þremur æfingasvæðum í nágrenni Hólmavíkur, við Kálfanes í Bleiksdal, í Húsadal og við Þiðriksvallavatn.
Aðstæður til æfinga voru ágætar, því fagurt umhverfi, góðar aðstæður í æfingasvæðum og mild úrkoma bættu fyrir vindleysið sem annars hefði getað háð hundunum. Meðan á dvölinni stóð nutum við matreiðslu kvennakórsins Norðurljósa sem eldaði fyrir hópinn og framreiddi dýrindis krásir dag hvern.
Eitt A-próf var tekið og staðið á þessu námskeiði, það þreyttu Guðrún Katrín og Líf frá Garðabæjarsveitinni. Þá tóku Auður Yngvadóttir og Skíma frá Ísafirði A-endurmat. Ánægjuefni var að sjá fjölda efnilegra unghunda á þessu námskeiði og fari svo sem horfir, þarf BHSÍ engu að kvíða með endurnýjun sinna björgunar- og leitarhunda á útkallsistanum næstu árin.