Það óvænta gerðist á síðustu æfingu hjá Björgunarhundasveitinni að hundarnir okkar fundu jólasvein! Félagar okkar voru á æfingu við Esjurætur þegar hann Gáttaþefur birtist skyndilega og vildi vita hvað við værum að gera í fjallinu hans!
Gáttaþefur var ansi forvitin um það sem við vorum að gera og fékk að fylgjast með okkur á æfingu enda fannst honum hundarnir mjög merkilegir!
Það er því alveg ljóst að farið er að styttast í jólin og greinilegt að jólasveinarnir eru farnir að undirbúa það að koma til byggða og aldrei að vita nema einhver fái þá eitthvað fallegt í skóinn sinn!