Hefur þú áhuga á hundaþjálfun? Hefur þú áhuga á því að kynnast starfi Björgunarhundasveitarinnar? Finnst þér gaman að útivist og langar að hjálpa til við að þjálfa hundana okkar?
Við tökum alltaf vel á móti fólki sem langar að aðstoða okkur við að þjálfa hundana okkar. Í sveitinni eru hundar af öllum stærðum og gerðum og á mismunandi stað í þjálfunarferlinu. Það er líka nauðsynlegt að hundarnir okkar fái að venjast því að hitta nýtt fólk og leita að nýrri lykt af nýju fólki!
Ef þú hefur áhuga á því að koma á æfingu og kynnast starfinu þá verður æfing á Suðurlandi, (rétt við Hellu) næsta sunnudag, 22. nóvember og ef þú vilt koma hafðu þá samband við Jóhönnu í síma 868 3360 og láttu vita af þér.
Það verður einnig æfing á sama tíma, 22. nóvember á höfuðborgarsvæðinu og ef þú vilt kíkja á æfingu þar settu þig í samband við hana Guðrúnu Katrínu í síma 862 4343 og hún mun segja þér hvar og klukkan hvað æfingin verður.
Þetta er líka upplagt tækifæri fyrir unglingadeildir að kynnast hundunum!