Við höfum ekki slegið slöku við síðan á vetrarnámskeiðinu. Við héldum fjölmennt víðavangsleitarnámskeið á og í kring um Bifröst í maí þar sem fjögur fullþjálfuð teymi luku A-endurmati. A teymi þurfa að taka endurmat á hverju ári til að staðfesta stöðu sína sem topp leitarteymi.
Við búum svo vel að mörg teymi stefna á að reyna við B og A próf í sumar og vonumst við til að sem flestir hafi erindi sem erfiði. Í júlí höfum við venjulega opinbert æfingahlé en margir nýta þó lausar stundir til að æfa til að vera sem allra best undirbúin fyrir próf í ágúst eða september.