Útkallsæfing í Bláfjöllum

Í dag héldu björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu snjóflóðaæfingu í Bláfjöllum í samstarfi við starfsmenn skíðasvæðisins. Kallað var út upp úr kl. 10 í morgun og innan skamms hafði fjöldi björgunarmanna og starfsmanna skíðasvæðisins svarað kallinu og voru mætt upp í Eldborgargil.

Tvö hundateymi frá BHSÍ tóku þátt og liðu annars vegar 1 mínúta og hins vegar um 4 mínútur frá því að hundarnir fóru í flóðið uns þær voru báðar búnar að finna grafna einstaklinga í flóðinu sem aðrir björgunarmenn grófu svo upp.

Lendi fólk í snjóflóði án snjóflóðaýlis er snjóflóðaleitarhundur nær eini möguleikinn sem viðkomandi á til að finnast nægilega hratt til að eiga möguleika á að lifa af því stangaleit í línu er gríðarlega tímafrek.