Þjálfun björgunarmanna
Björgunarhundasveit Íslands
Inngangur
Þessi reglugerð skilgreinir þær kröfur um þjálfun sem gerðar eru til björgunarmanna á útkallslista.
Almenn grunnþjálfun björgunarmanna
Kröfurnar taka mið af námskeiðum sem standa til boða hjá Björgunarskóla SL hverju sinni og endurskoðast reglulega.
Námskeið sem flokkast undir „Björgunarmann 1“
- Fyrsta hjálp 1 (20 klst)
- Leitartækni (16 klst)
- Ferðamennska (6 klst)
- Rötun (12 klst)
- Fjallamennska 1 (20 klst)
- Fjarskipti 1 (3 klst)
- Björgunarmaður í aðgerðum (3 klst)
- Öryggi við sjó og vötn (3 klst)
- Snjóflóð 1 (12 klst)
Námskeið sem flokkast undir „Björgunarmann 2“
- Fyrsta hjálp 2 (20 klst)
- Göngu GPS
Fullgildur félagi í annarri björgunarsveit telst uppfylla kröfur um þjálfun sem gerðar eru til björgunarmanna á útkallslista.
Endurmenntun
Félagar á útkallslista þurfa að halda þekkingu sinni við. Fræðslunefnd skipuleggur endurmenntunarnámskeið.
Þátttaka á æfingum og námskeiðum
Félagar skulu mæta reglulega á æfingar í sumar- og vetrarleit og taka þátt í að minnsta kosti tveimur helgarnámskeiðum (2-4 dagar) yfir sumarið og vetrarnámskeiði (5 dagar) eftir því sem hægt er.
Samþykkt af fræðslunefnd BHSÍ, 19. júní 2007,
Ingimundur Magnússon, Nikulás Hall og Snorri Þórisson