Tinni kveður BHSÍ

Við misstum góðan félaga á dögunum. Border Collie hundurinn Tinni veiktist snögglega og alvarlega og þurfti eigandi hans Viðar, og fjölskylda hans að kveðja hann í kjölfarið. Viðar og Tinni hafa verið eitt af okkar sterkustu teymum síðustu ár en Tinni var 12 ára og enn með A próf í víðavangsleit.

Tinni lét hafa fyrir sér á sínum yngri árum en þeir sem þekkja Viðar vita að hann er þindarlaus svo að hann og Tinni voru frábærir félagar. Oftar en ekki voru þeir félagarnir sendir á erfiðustu leitarsvæðin enda þeir þar á heimavelli. BHSÍ og Hjálparsveit skáta Garðabæ hafa misst góðan félaga og útkallshund.