Að kvöldi 14. janúar fóru 4 teymi frá BHSÍ auk 2 teyma frá Leitarhundum og leituðu svæði í nágrenni við bíl manns sem saknað hefur verið í nokkurn tíma.
Þeir sem leituðu frá BHSÍ voru Jóhanna og Morris, Maurice og Stjarna, Snorri og Kolur, Valur og Funi. Eyþór var leitarmönnum til aðstoðar. Sérhæfðir leitarhópar SL leita nú að manninum.