Þann 22. janúar 2011 var BHSÍ kölluð út á F2 – gulum ásamt öðrum björgunarsveitum á svæði 1 vegna leitar að fólki sem var villt í mikilli þoku við Kleifarvatn.
Þau teymi sem fóru í útkallið og voru byrjuð að leita:
Anna og Kópur
Eyþór og Bylur
Krissi og Tása
Þau teymi sem voru á leið í útkallið en ekki byrjuð að leita:
Emil og Gríma
Hafdís og Breki
Halldór og Skuggi
Ólína og Skutull
BHSÍ teymið Anna og Kópur fundu fólkið en þau voru ómeidd en fegin björguninni.
Teymið Anna og Kópur komu frá Grindavík. Á leiðinni til vettvangsstjórnar sá hún bíl þeirra sem leitað var að en hann var þá ófundinn. Því var ákveðið að hefja leitina frá bílnum ásamt fleira björgunarliði. Anna og Kópur fengu aðstoð frá Pétri, félaga þeirra úr Hjálparsveit skáta Kópavogi. Þau gengu fyrst upp á topp Sveifluháls og aðeins niður hinum megin. Fljótlega eftir að þau lögðu af stað frá bílnum fór Kópur í lykt og hljóp af stað. Anna sá greinilega að Kópur var búinn að finna lykt af fólki og því eltu þau hann og endaði með því að Kópur vísaði þeim á fólkið sem var í litlum dal og mjög fegin að sjá björgunarhundinn og fólk. Áður hafði fólkið heyrt í sírenum og voru að ganga í áttina að hljóðinu þegar Kópur fann þau. Leitin tók c.a. 40 mínútur. Gengið var síðan niður að bílnum með fólkinu.