Björgunarhundasveit Ísland hélt aðalfund sinn þann 30. október 2017 síðastliðinn.
Þær Elín Bergsdóttir og Jóhanna Magnúsdóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnasetu og voru þau Guðrún Katrín Jóhannsdóttir og Halldór Halldórsson kjörin í þeirra stað. Eru þeim Elínu og Jóhönnu þökkuð störf sín í þágu sveitarinnar.
Ný stjórn hefur skipt með sér verkum með eftirfarandi hætti:
Ingimundur Magnússon, formaður
Andri Már Númason, varaformaður
Ásgeir Eggertsson, gjaldkeri
Björk Arnardóttir, ritari
Kristinn Guðjónsson, meðstjórnandi
Guðrún K. Jóhannsdóttir, varamaður
Halldór Halldórsson, varamaður