Vel var mætt á æfingu sem haldin var ofan við námasvæði undir Vífilfelli. Meðan hluti hópsins fór í sérverkefni æfðu hinir leit og markeringar. Síðan var haldið áfram að æfa yngri hunda og að lokum sett upp svæði fyrir tvö teymi.
Á æfinguna mættu Anna og Urður, Emil og Gríma, Eyþór og Bylur, Kata og Móri, Nick og Skessa, Snorri og Kolur, Valur og Funi, Viðar og Tinni. Einn nýr hundur Tinni II heimsótti okkur með eiganda sínum Ásgeiri og vonandi leist þeim vel á starfið og hefja æfingar af krafti.