Æfingin í dag

Hún var vel sótt æfingin sem haldin var í dag. Það var frábært leitarveður – örlítil súld og hægur vindur. En æft var á Suðurstrandarveginum við bæinn Bólstað. Svæðið var mjög hentugt til æfinga og munum við sennilega hittast á þessum slóðum aftur.

Byrjað var á smá upphitum þar sem hundar og menn gengu svolítinn spöl áður en æfingar hófust.

Byrjað var að setja upp leit fyrir lengra komna, en Ingimundur setti upp svæði sem líktist útkalli sem hann hafði farið í fyrir mörgum árum. Þrjú teymi fóru af stað í einu og deildu stóru svæði á milli sín, tveir A-hundar og einn B-hundur með. Tvö holl fóru í þessa leit og gekk hún  mjög vel og frábær æfing fyrir hundana en allir hundarnir leituðu í  langan tíma og fengu fund í lokin.

Nýliðarnir fengu líka að spreyta sig og tóku nokkur rennsli.  Unghundarnir sem eru hjá okkur núna eru mjög ólíkir og á mjög misjöfnum stað í þjálfun, þeir eru á ólíkum aldri og þurfa ólíka þjálfun, en það sem þeir eiga sameiginlegt er að þeir þurfa allir að halda áfram að mæta vel á æfingar og námskeið 🙂

Nú sporhundagimpið okkar hún Casey er í stöðugri framför hún er aðeins 11 mánaða og það er virkilega gaman að fylgjast með henni vinna. Í dag tók hún 850 metra langt spor sem búið var að ligga í 45 mínútur, 3 vinklar og nokkrir hlutir í sporinu. Þetta kláraði hún án vandkvæða. Verður gaman að sjá hana eftir árið!


Þessi kaffibrúsi lifði æfinguna ekki af

Næstu æfingar sem á dagskrá eru eru eftirfarandi :

Námskeiðshelgi á Akureyri næstkomandi helgi, nánari upplýsingar eru á innraneti.

Við stefnum ennþá á að hittast á Yzta – Bæli síðustu helgina í janúar og æfa snjó, rústir, spor og víðavang, allt hvað aðstæður bjóða uppá !

Á æfinguna mættu eftirfarandi teymi.

Björk og Krummi
Drífa og Casey
Ingimundur og Frosti
Jóhanna og Morris
Valur og Funi
Dóri og Skuggi
Ingi og Týra
Kata, Móri og Kvika
Hafdís og Breki
Halla og Pjakkur
Ólína og Skutull
Nick og Skessa.

Takk fyrir daginn sjáumst næst 🙂

-kv. Sérlegur bakari Bhsí Suðurland, -J 🙂