Æft við Keili á Reykjanesi

Laugardaginn 23. apríl 2011 var haldin víðavangsleitar- og gönguæfing Suðurnesjadeildar BHSÍ í samvinnu við Björgunarsveitina Suðurnes.

Gengið var á Keili og að Keilisbörnum þar sem sett var upp víðavangsleitaræfing fyrir tvö hundateymi.

Gönguleið og svæðið við Keili er krefjandi til göngu og leitaræfinga. Vindur er óútreiknanlegur við fjallið og reynir vel á teymið að vinna svæðisvinnuna vel.

Á æfinguna mættu:
Guðmundur Helgi Önundarson með Tuma og Halldór Halldórsson með Skugga.
Félagar úr Björgunarsveitini Suðurnes aðstoðu við leitaræfingu:
Brynjar Ásmundsson og Aldís Helga Rúnarsdóttir.


Víðavangsleitaræfing við Keili