Þann 18.09. 2010 kynnti Elvar Jónsson formaður Hjálparsveitar skáta í Garðabæ (HSG), fyrir stjórnum BHSÍ og Leitarhunda, samning um aðkomu HSG að alþjóðabjörgunarsveitinni.
Þeir sem áhuga hafa á að þjálfa hundana sína í rústabjörgun fyrir alþjóðabjörgunarsveitina og starfa með hundaflokki hennar, er bent á að hafa samband við Eyþór Fannberg BHSÍ, en hann er formaður hundaflokks HSG.
Björn Þorvaldsson BHSÍ og HSG, hefur verið skipaður einn af stjórnendum Íslensku alþjóðarsveitarinnar og getur hann einnig veitt frekari upplýsingar.