Ingimundur Magnússon, yfirleiðbeinandi Björgunarhundasveitar Íslands, var gestur Jónasar Guðmundssonar í öðrum þætti Landsbjargarvarpsins á þessu ári.
Jónas og Ingimundur fóru í spjalli sínu yfir það hvernig þjálfun hunda í víðavangs- og snjóflóðaleit fer fram og hvernig hundur er þjálfaður upp þar til hann verður útkallshundur.
Einnig fóru þeir Ingimundur og Jónas yfir stöðu hundamála á landinu og hvernig æskilegt væri að haga skipulagi þeirra.
Þátturinn er aðgengilegur á öllum helstu hlaðvarpsveitum. Tengillinn hér að neðan leiðir inn á hlaðvarpsveitu mbl.is en hægt er að nota hvaða hlaðvarpsveitu sem er.